Hvaða núverandi samningi?

Erum við nú þegar með samning í gildi um IceSave?

Síðast er ég vissi var svo ekki.  Bretar og Hollendingar eru að sækjast eftir að ná samningi við ríkisstjórn okkar um að íslenska þjóðin greiði eitthvað af því sem þeirra borgarar töpuðu á fjárfestingarfyrirtækinu Landsbankanum hf.  Þetta þurfa þessar þjóðir að sækja og finna fyrir því haldbær rök, en það er ekki okkar að sækjast eftir að greiða þetta þegar lög hníga gegn því.

Össur þyrfti að skýra hvaða núverandi samning hann er að vísa í.


mbl.is Nokkuð góð staða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ráðherranna að ákveða??

Ég fæ ekki séð að það sé ráðherra ríkisstjórnarinnar að ákveða hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, eins og staðan er núna.

Ríkisstjórnin og alþingismenn hennar (xS og xVG) samþykktu IceSave frumvarp sem þau voru sátt við en stór hluti þjóðarinnar hafði mótmælt og þess vegna vísaði forsetinn málinu til þjóðarinnar. 

Ríkisstjórnin þyrfti þá fyrst að kalla aftur þetta frumvarp sitt, en hefur hún gert það?  Í öðru lagi þarf svo nýtt frumvarp að koma í staðinn, sem fær ekki á sig fjöldamótmæli aftur og fer þá sömu leið og hið fyrra.


mbl.is Segja ráðherrarnir já eða nei?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðaldra maður

Æi, einhvern veginn þykir mér orðalag Silju gagnvart þessum manni bera pínulítinn vott af niðrandi viðhorfi.  Vafalaust er náunginn orðinn miðaldra, og að auki kallhlunkur, svona til þess að bora því aðeins inn í leiðinni...

VG í Reykjavík er að stimpla sig vel inn (eða út?) þessa dagana.


mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynning á hundavaði?

Kosningin um IceSave málið verður mjög mikilvæg og hefur áhrif til næstu ára og jafnvel áratuga.

Það er furðulegt að stjórnvöld hafi ekki enn sett af stað þá "vönduðu kynningu" sem átti að vera á málinu, heillegri samantekt á forsögunni, stöðunni í dag og þeim valkostum sem við stöndum frammi fyrir.  Væri ekki hægt að nota t.d. ríkisfjölmiðilinn til að sjónvarpa kynningarþáttum á sjónarmiðum með og á móti, "þjóðfundum" úr sjónvarpssal o.þ.h.?  Eða á að kasta til höndunum og redda þessu á síðustu stundu?

Það sýnir sig enn eina ferðina að stjórnvöld eru ófær um að bregðast við snarlega með málefnalegri umræðu eða kynningu, hvort heldur sem er gagnvart útlendingum eða okkar eigin þjóð.


mbl.is Umboðsmaður mun fylgjast með kynningarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenski hátturinn

Einmitt svona má búast við að Íslendingur hagi ferðum sínum í útlandinu, láti formlegheit lönd og leið og sinni sínum erindum eftir eigin höfði.  Er þetta ekki til marks um að Dorrit hefur samlagað sig háttum okkar, eða er kannski að upplagi líkari okkur en fólk hefði haldið.  Vonandi gerði hún góð kaup í verslunarferðinni.


mbl.is Ætluðu að hefja leit að Dorrit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafið þið skoðað vefi stjórnarráðsins?

-- Kl. 15:40 --

Á enska vef forsætisráðuneytisins er komin stutt klausa um málið, lítt aðlaðandi í framsetningu, þar sem fram kemur að stjórnvöld ætli sér jú þrátt fyrir allt ("..are committed to..") að greiða Icesave reikninginn.

Ekkert á vef utanríkisráðuneytisins eða fjármálaráðuneytisins.

Menn áttu að vera tilbúnir í startholunum með fjölmiðlatengsl, tilkynningar, blaðamannafundi á Íslandi og í sendiráðum, til að kynna málstað okkar og svara spurningum - á hvorn veginn sem málið hefði farið.  Ekkert er sjálfsagðara í málum sem þessum.  Það verður dýrkeypt og erfitt að vinda ofan af því sem nú er farið af stað.

Enn einu sinni bregðast stjórnvöld í kynningarmálum og að koma málstað okkar á framfæri.


mbl.is Ákvörðun Íslands hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, bíðum í 80 ár

Er nú ekki rétt að setja þetta allt í dulkóðun og opna eftir 80 ár?
mbl.is Vilja að öll skjöl um stuðning við Íraksinnrás verði birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða ástæður? ..spyr Steingrímur

Í texta fréttarinnar vantar skýringuna á fyrirsögninni.

Hún kemur hins vegar í ljós þegar hlustað er á myndskeiðið, en þar veltir fjármálaráðherra fyrir sér hvaða ástæður liggi að baki uppsögnum.


mbl.is „Spurning hvaða ástæður liggja að baki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvaða konur?

Umræða um stöðu kvenna er oft einskorðuð við þátttöku í stjórnmálum og svo þátttöku í "stjórnum fyrirtækja", en þar er þá einkum verið að leita að hlutverkum fyrir konur í stjórnum stórra fyrirtækja á markaði kauphallanna.

En það eru konur víðar.

Skoðum allar þær verslanir sem konur reka. Eða fyrirtæki eins og hárgreiðslu- og snyrtistofur, í heilbrigðis- og skólarekstri, og fyrirtæki í öðrum “kvennagreinum”. Og í öðrum smáfyrirtækjum sinna konur oftar en ekki fjármálum og ýmsum stjórnunarstörfum. Líttu við á skrifstofunni á dekkjaverkstæðinu, hjá rafvirkjanum eða á sólbaðsstofunni. Oftar en ekki er þar eiginkonan sem er meðeigandinn og stýrir rekstrinum, eða kona sem ráðin hefur verið til að halda utan um fjármálin og reksturinn og leggur þar línurnar frá degi til dags.

Þetta eru fyrirtækin sem sjaldnast er slegið upp á viðskiptasíðum dagblaðanna eða í hátíðaræðum stjórnmálamanna eða forsetans. En þetta eru oftast lítil, hversdagsleg og vel rekin fyrirtæki sem sjá okkur fyrir daglegri þjónustu. Þau skila samviskusamlega sköttum sínum til ríkisins, þeirra lán eru ekki afskrifuðu í milljarðavís og þau hafa staðið af sér hrunið sem flottu fyrirtækin kiknuðu undan.

Þarna stjórna konurnar okkar - og gera það vel.


mbl.is Ráðherra boðar kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jú, það eru fleiri leiðir...

Féð í lífeyrissjóðunum er að hluta í eigu sjóðfélaga og nú þegar að hluta í eigu ríkisins.  Ríkið á eftir að taka sinn hlut út, sem verður um leið og þegar sjóðfélagarnir taka sína út - eftir einhver ár og áratugi.

En þar sem ríkið þarf sárlega á fé að halda núna, og þessar aðstæður eru einstakar í sögu þjóðarinnar, þá ætti að koma til álita að nota þetta fé sem ríkið hefur safnað sér hjá lífeyrissjóðunum.  Með þessu ynnist margt:

  • Unnt væri að minnka eða hætta við skattahækkanir, sem núna ógna öryggi og velferð tugþúsunda fjölskyldna.
  • Aukið fé færi í umferð, sem mundi styrkja atvinnulíf og fyrirtæki.  Með því er einnig dregið úr atvinnuleysi, sem kostar bætur og eyðileggingu þeirra einstaklinga sem búa við það.
  • Ríkið fengi hluta þessa fjár strax aftur í tekjusköttum og veltusköttum.

Ef ríkið á að velja milli þess að ávaxta fé sitt hjá stjórnum lífeyrissjóðanna eða í vinnufúsum höndum fólksins í landinu, þá ætti valið að ekki að vefjast fyrir neinum.


mbl.is Eina færa leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband