Skítt með ummælin um Davíð - yfirlæti og misfærslur Önnu eru efni í frétt...

Ég læt hlut Davíðs í greininni að mestu liggja milli hluta.  Talin eru upp þau áhugasvið og störf sem hann hefur sinnt, þ.m.t. á sviði leikhúss og ritstarfa, og klykkt út með að hann hafi ekki lagt fyrir sig hagfræði.  Undir rós þykist Anne Sibert draga þannig fram vanhæfni hans til að starfa sem seðlabankastjóri.  Okkur Íslendingum er flestum sammerkt að hafa víða komið við á vinnumarkaði, allt frá unglingsárum, og höfum líka frekar talið okkur til tekna að eiga okkur margbreytileg áhugamál.  Engin ástæða er fyrir prófessorinn að gera lítið úr slíku.

Hins vegar skín yfirlæti víða út úr textanum og sums staðar er hann illskiljanlegur eða affærður.  Tökum sem dæmi:

"...this column... warns that small states have... more incompetent civil servants."
Þar höfum við það, sú sem skrifar greinina varar við að smáríki hafi á að skipa fleiri óhæfum opinberum starfsmönnum en stærri ríki.

"Greenland’s progression toward independent statehood is strikingly reminiscent of Iceland’s experience (especially its desire to maintain its own culture and protect its natural resources at the cost of isolation from the rest of the world and its wish to limit its economic relationship with Europe)."
Hmm... stendur Ísland vörð um menningu sína og auðlindir með því að halda uppi einangrun frá umheiminum og takmarka efnahagsleg tengsl við Evrópu?  Höfum við ekki einmitt lagt okkur fram um tengsl við umheiminn, með greiðum samgöngum austur og vestur um haf, menntun fólks í öðrum löndum, samskiptum við önnur lönd, EES, o.s.frv.?  Og fórum meira að segja fram úr okkur í "economic relationship with Europe", eins og nú er orðið!

Easterly and Levine (1997) find a strong negative correlation between ethnic diversity and indicators of growth-promoting public goods".
Þetta er innlegg Ann Sibert til þess að smáþjóðir uppskeri ekki eins góðan efnahag og þær stærri.  En hvað kemur "ethnic diversity" (margbreytileiki kynþátta eða menningarheima - "fjölmenning") þessari röksemdafærslu við?  Þarna er staðhæft að aukin fjölmenning dragi úr jákvæðri efnahagsþróun.  Eru smáþjóðir fjölmenningarþjóðir, fremur en þær stærri?

Þetta er aðeins upphaf fjölmargra atriða sem má hrekja eða gagnrýna alvarlega í grein Anne Sibert.  Anne Sibert situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og stýrir þaðan vöxtum atvinnulífs og fjölskyldna á Íslandi.

 


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Já þessi grein er kostuleg.

Ég hjó líka eftir þessum atriðum og því að meginhluti greinarinnar bendir á að tölfræði sýnir að það eru meiri sveiflur í litlum hagkerfum en stórum. Svo fer hún að draga ályktanir um að Íslendengingar og fleiri þjóðir séu of smáar (væntanlega til að vera sjálfstæðar). Hún vill væntanlega að Grænlendingar haldi áfram í því standi sem þeir eru núna sem jaðarsvæði undir danskri stjórn með ótal vandamál, en feti ekki braut Íslendinga til sjálfstæðis og velferðar. Og skítt með það að allt opinbera kerfið á Íslandi virkar betur en í smáríkjunum Kína og Indlandi. Eða Bretlandi ef út í það er farið.

Ég túlka þessa grein þannig að hún hafi viljað skrifa níð um Davíð Oddson og þá menn sem hún hefur rekist á frá Seðlabankanum og síðan skeytt nokkrum tilvitnunum og rabbi um smáþjóðir annars hugar framan og aftan við þann kafla til þess að láta þetta líta gáfulega út.

Henni tókst ekki vel til.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 9.8.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband