5.1.2010 | 15:43
Hafið þið skoðað vefi stjórnarráðsins?
-- Kl. 15:40 --
Á enska vef forsætisráðuneytisins er komin stutt klausa um málið, lítt aðlaðandi í framsetningu, þar sem fram kemur að stjórnvöld ætli sér jú þrátt fyrir allt ("..are committed to..") að greiða Icesave reikninginn.
Ekkert á vef utanríkisráðuneytisins eða fjármálaráðuneytisins.
Menn áttu að vera tilbúnir í startholunum með fjölmiðlatengsl, tilkynningar, blaðamannafundi á Íslandi og í sendiráðum, til að kynna málstað okkar og svara spurningum - á hvorn veginn sem málið hefði farið. Ekkert er sjálfsagðara í málum sem þessum. Það verður dýrkeypt og erfitt að vinda ofan af því sem nú er farið af stað.
Enn einu sinni bregðast stjórnvöld í kynningarmálum og að koma málstað okkar á framfæri.
Ákvörðun Íslands hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sannarlega er þessi tilkynning á enskum vef forsætisráðuneytisins bæði fráleit og hryggileg, en hún er samt ekki þjóðréttarlega skuldbindandi. Og sannarlega fengu ríkisstjórnarflokkarnir ekkert umboð til þess í vor að glutra niður þjóðarréttindum okkar. En nú má fjármálaráðherrann ekki ábyrgjast neitt það, sem bryri í bága við höfnun þjóðarinnar á Icesave-lögunum, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Engin svik verða liðin við allan almenning!
Ég ritaði um þessa sama mál eftirfarandi grein allýtarlega: Hyggjast Jóhanna og Steingrímur fremja landráð? Betur segðu þau af sér! – Tek svo að lokum undir með þessum pistli þínum.
Jón Valur Jensson, 5.1.2010 kl. 16:03
Er kiominn með góða lausn á þessu.
Tökum Landsbankaforkólfana og Feðgana sendum þá til Hollands þar sem líf eru ómetanleg þá ætti þeim að verða lítið mál að meta þessa snillinga til fjár og sennilega myndum við eiga inni hjá þeim á eftir
Svo tökum við Wernerinn Litla Bónusgrísinn og Bakkabræður Lýð og Ágúst og sendum þá til Mr Brown og hann getur greitt okkur munin í Evrum
Allt hitt hyskið má svo fara norður og Niður og Þinheimur með
Guðmundur (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:03
Ég sé í sjálfu sér ekkert rangt við þessa tilkynningu, ef við hana væri bætt "í samræmi við skilyrði Alþingis í lögum nr. 96/2009". Við ætlum jú að borga það sem okkur ber og ekki krónu meira.
Marinó G. Njálsson, 5.1.2010 kl. 16:11
Ég sé einmitt eina mjög alvarlega rangfærslu í yfir lýsingunni og hún er hér að neðan
"The President of Iceland has declined to sign a law authorising a state guarantee for repayment of loans provided by the UK and the Netherlands to the Depositors‘ and Investors‘ Guarantee Fund, intended to cover payment of the minimum deposit guarantees to depositors in the UK and Netherlands branches of the failed Landsbanki Íslands hf."
Þetta er bara alls ekki rétt.
Forsetinn neitaði ekki staðfesta lög um ríkisábyrgð heldur synjaði hann staðfestingu á breytingu á lögum um ríkisábyrgð. Á þessu er stór munur og að mínu mati mjög ábyrgt af Forsætisráðuneytinu að setja fram svona tilkynningu.
Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:00
Afsakið mig en ég þarf að lagfæra færsluna mína hér að framan. Þar átti að standa:
"Forsetinn neitaði ekki staðfesta lög um ríkisábyrgð heldur synjaði hann staðfestingu á breytingu á lögum um ríkisábyrgð. Á þessu er stór munur og að mínu mati mjög óábyrgt af Forsætisráðuneytinu að setja fram svona tilkynningu."
Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:19
Þrátt fyrir synjun forsetans á staðfestingu þessarar lagabreytingar þá gilda lög nr. 96/2009 frá því í sumar ennþá óbreytt. Fjármálaráðherra hefur hinsvegar ekki enn veitt tryggingasjóðnum ríkisábyrgð samkvæmt þeim lögum með þeim fyrirvörum sem þá voru settir. Þannig að ef það er einhver sem stendur í vegi fyrir endurgreiðslu núna þá er það ekki forsetinn heldur frekar Steingrímur J.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2010 kl. 23:50
Ég hallast meira á því að þetta sé kerfislega sett fram svona í erlendum fjölmiðlum þar sem heimildarmenn eru innan Bresku og Hollensku stjórnkerfis. Miðað við það að frétt eftir frétt er sett saman á nákvæmlega sama hátt með nákvæmlega sömu skilaboð þá hlýtur eitthvað að klikka fyrst að yfirlýsingar ríkisstjórnar duga ekki til sem reyndar hafa líka mismunandi áhrif á þetta allt saman.
Hef mestar áhyggjur af því að ríkisstjórnin vilji hreinlega ekki fá aðra niðurstöðu en þeir báru fram síðast og er viljandi að fara í hina áttina með kynninguna til að auðvelda ESB draumin hjá SF sem er hugsanlega núna fjarlægður draumur. Hvað sem hefði gerst í þessu máli þá hefði aðildin aldrei farið í geng í þjóðaratkvæði því SF/VG hefur tekist að breika bilið verulega um aðild að aðild ESB með framgangi sínu undanfarið.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 6.1.2010 kl. 00:35
átti víst að vera „hefur tekist að breika bilið verulega um aðild að ESB með framgangi sínu undanfarið.“
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 6.1.2010 kl. 00:36
Guðmundur, þú veizt væntanlega, að skv. 1. gr. laganna nr. 96/2009 hefur Steingrímur ekki leyfi til að gefa út ríkisábyrgðina, NEMA viðsemjendurnir samþykki ALLA FYRIRVARANA, sem fylgja þeim lögum. Það er algert lágmark, að staðið sé fast á því. – En gleðilegt ár, samherjar sem aðrir, og til hamingju með þennan merkisdag í gær.
Jón Valur Jensson, 6.1.2010 kl. 04:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.