Hvaða núverandi samningi?

Erum við nú þegar með samning í gildi um IceSave?

Síðast er ég vissi var svo ekki.  Bretar og Hollendingar eru að sækjast eftir að ná samningi við ríkisstjórn okkar um að íslenska þjóðin greiði eitthvað af því sem þeirra borgarar töpuðu á fjárfestingarfyrirtækinu Landsbankanum hf.  Þetta þurfa þessar þjóðir að sækja og finna fyrir því haldbær rök, en það er ekki okkar að sækjast eftir að greiða þetta þegar lög hníga gegn því.

Össur þyrfti að skýra hvaða núverandi samning hann er að vísa í.


mbl.is Nokkuð góð staða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Íslenska þjóðin skuldar ekki krónu í þessu Icesave dóti. Það eru margnafngreindir glæpamenn og þjófar sem skulda þetta, ekki íslenskur almenningur. Ef ég hef eitthvað fengið af þessum peningum skal ég borga þá til baka. En ég fékk ekkert frekar en aðrir venjulegir Íslendingar svo við borgum hvorki né semjum um þetta mál.

corvus corax, 23.2.2010 kl. 13:41

2 identicon

Össur er að tala um samninginn sem Alþingi samþykkti fyrir lok seinasta árs og forsetinn neitaði svo að staðfesta, lögin tók engu að síður gildi um leið og Alþingi samþykkti þetta. Sá samningur fellur ekki úr gildi fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann fellur einnig úr gildi ef ríkisstjórnin dregur lögin til baka áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur.

Rúnar (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband