6.3.2010 | 14:19
Af hverju voru lögin ekki einfaldlega felld úr gildi?
"Ríkisstjórnin hefði viljað aflýsa þjóðaratkvæðagreiðslunni. Forsætisráðherrann hefur þegar lýst því yfir að hún ætli ekki að kjósa," segir Dymond í stuttri fréttaskýringu á vef BBC.
Þá hefði ríkisstjórarmeirihlutinn á alþingi einfaldlega átt að fella lögin úr gildi, sem kosið er um í dag.
Af hverju var það ekki gert?
Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Líka má spyrja af hverju voru septemberlögin ekki felld úr gildi þegar desemberlögin voru samþykkt á Alþingi?
Kolbrún Hilmars, 6.3.2010 kl. 14:25
Vegna þess að við búum við stjórnarskrárrbundið lýðræði og fólkið hefði orðið hoppandi vitlaust. Að fella lögin úr gildi hefði verið að lýsa frati á stjórnarskránna og málskotsréttinn. Hér er ekki bara verið að kjósa um Icesave, heldur er í fyrsta sinn verið að virkja málskotsréttinn. Í fjölmiðlalögunum var farin sú leið að fella lögin úr gildi, en var ekki hægt að komast upp með það hér, enda er almenningi ekki saman um þetta mál. Það er mjög vafasamt að ríkisstjórn geti sífellt krukkað í málskotsréttinum og vanvirt stjórnarskránna og kjósendur á þann hátt.
Þorbergur (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.