29.4.2010 | 12:49
Árni talar íslensku
Samúð lesenda Morgunblaðsins er hjá fólkinu sem hefur barist í bökkum og missir núna allt. Það er skömm að sú ríkisstjórn sem hafði umsjón með endurreisn bankanna skuli kenna sig við norræna velferð.
Verið að fremja níðingsverk í bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að segja það svo oft að íslenska hagkerfinu er ekki viðbjargandi. Það er gjaldþrota og byggt á óréttlátum reglum einsog "verðtryggingu" sem mun éta upp allan hugsanlegan ávinning launafólks sem núna er þar að auki í varnarbaráttu vegna atvinnumissis og atvinnuleysis. Að halda að einhverjir "opinberir" sjóðir sem eru í raun ekki til eða galtómir geti tekið lán til að "bjarga" almenningi það er bara bull. Bankar eru ekki hannaðir til að "bjarga" almenningi. Í hvaða veröld lifir mogginn? Rósroða kommúnismanns?
Gísli Ingvarsson, 29.4.2010 kl. 13:08
Það er skömm að því að ríkisstjórnin skuli kenna sig við velferð yfirhöfuð.
Sigríður Jósefsdóttir, 29.4.2010 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.