Engin ástæða til að ýta undir verðhækkanir

Því er slegið hér upp að við eigum von á verðbólguskoti.  Takk fyrir - ef einhverjir hafa verið tvístígandi um að hækka verð sín, þá er hér með búið að hvetja enn frekar til þess.

Ef brauð hækka um 8,1% er eina svar neytenda að minnka við sig brauðát.
Ef landbúnaðargeirinn boðar hækkun lambakjöts vegna mikillar eftirspurnar erlendis, þá ætlum við ekki að standa í vegi fyrir útrásinni í lambakjötinu og skiptum yfir í aðra matvöru.

Markaðurinn getur snúist til varnar gegn boðuðum verðbólguskotum - og það eigum við að gera.


mbl.is Ýtir upp verðvísitölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kommentarinn

Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað mikið --> kornvörur og fóður hækkar.

Innflutt fóður hækkar --> Allt íslenskt kjöt (fyrir utan lambakjöt)hækkar.

Orkuveitan hækkar rafmagnið svo íslenskt grænmeti hækkar.

Ef eitthvað stæði svo utan við þessar hækkanir myndi aukin eftirspurn eftir því valda hækkun.

Markaðurinn á engin svör nema að hætta að borða.

Kommentarinn, 22.9.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband