Evrópureglur eiga ekki við

Orka gömlu glóperanna fer ekki til spillis í híbýlum N-Evrópu og hér á Íslandi, því það sem ekki verður að ljósi nýtist í staðinn til óbeinnar hitunar.  Okkur verður ekki gefinn kostur á að velja glóperur lengur, en verðum í staðinn að nota mengandi og dýrari kvikasilfursperur, sem að auki gefa kaldari birtu í skammdeginu en hlýlegt ljós glóperanna.

Hér er enn eitt dæmið um að "sama regla skuli ganga yfir alla" í Evrópu.  Annað dæmi eru heimilistæki sem eiga að spara vatn, sbr. klósettin með spartökkunum sem gutla niður handónýtri sprænu í hálffrosið klóakið meðan hér er ofgnótt af vatni.  Þriðja dæmið (sem ég hef þó ekki staðfest hvort tengist Evrópureglum) er að ekki fást þvottavélar eða uppþvottavélar sem taka inn á sig heitt vatn, eins og til er í N-Ameríku.  Hér er tíma og orku eytt í að hita þvott upp með rafmagni í stað þess að nota náttúrulega heita vatnið sem við búum við.

Þurfum við að taka allar þessar reglur upp án nokkurrar hugsunar?


mbl.is Ljósaperur þrefaldast í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband