14.5.2009 | 12:53
Fyrst dulkóðaherbergið, núna þetta
Það er auðvitað hlægilegra en tárum taki að fylgjast með vinnubrögðum þeirra sem búsáhaldabyltingin kom til valda.
Fyrst kynnti Steingrímur fjármálaráðherra til sögunnar skýrslu sem læst væri með dulkóða inni í leyniherbergi. Núna er verið að undirbúa inngöngu íslenzka lýðveldisins í ríkjasamband Evrópu til komandi áratuga eða alda, en ekki má sýna hvernig tillaga um slíkt sé orðuð á þessu stigi.
Var ekki krafa kjósenda xS og xV að vinna hlutina fyrir opnum tjöldum? Hugtakið "samræðupólitík" var þar í fyrirrúmi - allt þar til völdin færðust í þeirra eigin hendur.
Af fréttum að dæma er Borgarahreyfingin bara sátt við þessi vinnubrögð, enda fékk hún í gegn það mikilvæga baráttumál sitt að þingmenn mættu skilja hálstauið eftir heima. Framsóknarflokkurinn eyðir tíma sínum um að halda gamla góða þingflokksherberginu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið ríkisstjórninni góðan vinnufrið allt frá því hún var kosin. En það er von að Bjarni Ben spyrji núna hverju þessi vinnubrögð sæti.
Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.