13.11.2009 | 13:54
Jú, það eru fleiri leiðir...
Féð í lífeyrissjóðunum er að hluta í eigu sjóðfélaga og nú þegar að hluta í eigu ríkisins. Ríkið á eftir að taka sinn hlut út, sem verður um leið og þegar sjóðfélagarnir taka sína út - eftir einhver ár og áratugi.
En þar sem ríkið þarf sárlega á fé að halda núna, og þessar aðstæður eru einstakar í sögu þjóðarinnar, þá ætti að koma til álita að nota þetta fé sem ríkið hefur safnað sér hjá lífeyrissjóðunum. Með þessu ynnist margt:
- Unnt væri að minnka eða hætta við skattahækkanir, sem núna ógna öryggi og velferð tugþúsunda fjölskyldna.
- Aukið fé færi í umferð, sem mundi styrkja atvinnulíf og fyrirtæki. Með því er einnig dregið úr atvinnuleysi, sem kostar bætur og eyðileggingu þeirra einstaklinga sem búa við það.
- Ríkið fengi hluta þessa fjár strax aftur í tekjusköttum og veltusköttum.
Ef ríkið á að velja milli þess að ávaxta fé sitt hjá stjórnum lífeyrissjóðanna eða í vinnufúsum höndum fólksins í landinu, þá ætti valið að ekki að vefjast fyrir neinum.
Eina færa leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.