En hvaða konur?

Umræða um stöðu kvenna er oft einskorðuð við þátttöku í stjórnmálum og svo þátttöku í "stjórnum fyrirtækja", en þar er þá einkum verið að leita að hlutverkum fyrir konur í stjórnum stórra fyrirtækja á markaði kauphallanna.

En það eru konur víðar.

Skoðum allar þær verslanir sem konur reka. Eða fyrirtæki eins og hárgreiðslu- og snyrtistofur, í heilbrigðis- og skólarekstri, og fyrirtæki í öðrum “kvennagreinum”. Og í öðrum smáfyrirtækjum sinna konur oftar en ekki fjármálum og ýmsum stjórnunarstörfum. Líttu við á skrifstofunni á dekkjaverkstæðinu, hjá rafvirkjanum eða á sólbaðsstofunni. Oftar en ekki er þar eiginkonan sem er meðeigandinn og stýrir rekstrinum, eða kona sem ráðin hefur verið til að halda utan um fjármálin og reksturinn og leggur þar línurnar frá degi til dags.

Þetta eru fyrirtækin sem sjaldnast er slegið upp á viðskiptasíðum dagblaðanna eða í hátíðaræðum stjórnmálamanna eða forsetans. En þetta eru oftast lítil, hversdagsleg og vel rekin fyrirtæki sem sjá okkur fyrir daglegri þjónustu. Þau skila samviskusamlega sköttum sínum til ríkisins, þeirra lán eru ekki afskrifuðu í milljarðavís og þau hafa staðið af sér hrunið sem flottu fyrirtækin kiknuðu undan.

Þarna stjórna konurnar okkar - og gera það vel.


mbl.is Ráðherra boðar kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband