Og þetta er aðeins byrjunin...

Ríkisstjórnin ætlar að hækka álögur á "munaðarvöru" eins og áfengi, tóbak - og eldsneyti - núna í kvöld.  Bensínlítrinn hækkar um 10 krónur og verður þannig kominn upp í um 180 kr. í fyrramálið.

Þetta mun vera liður í skjaldborgaráætluninni um heimili og fyrirtæki landsins.  Með kærum kveðjum til fjölskyldnanna sem aka börnunum í leikskólana á morgnana, aka til vinnu við að afla samfélaginu tekna og hjóla atvinnulífsins sem beint eða óbeint snúast fyrir eldsneyti.


mbl.is Eldsneyti hækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru fávitar! Það eru það allir sem stjórna, stjórnuðu og munu seinna stjórna. Þetta fer að verða eins og að búa í Zimbabwe

Davíð (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: ThoR-E

Þetta gera olíufélögin núna áður en ríkið hækkar bensín um 10kr og olíu um 5kr.

Fólk hlýtur að fara að fá nóg... .......

ThoR-E, 28.5.2009 kl. 18:39

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég er bara foxillur....Hvar eru nú búsáhaldahreyfingin,eða vilja þau ekkert gera nú,þeirra hlutverk lokið???'sjálfstæðisflokkurinn farinn frá ...og allir glaðir og taka hverju sem er..sem þessi ríkisstjórn gerir....þetta er skjaldborgin??????....var samfókelling ekki að mótmæla í vikunni hækkunum hjá  sjálfstæðis og framsókn í borgarstjórn....Stríð stríð við ríkisstjórnina..Þessi leið er úreld sem þetta vitl....lið ætlar að framkvæma með þessum hækkunum..Kveðja

Halldór Jóhannsson, 28.5.2009 kl. 20:33

4 identicon

Þetta er bara byrjunin......Það á einhver eftir að meiða sig eða verra ;

Ég er að gefast upp....Er enþá að bíða eftir að öllum steinum verði velt við....það hefur ekki verið hreyft við sandkorni...Og verður ekki gert.

Þormar (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 21:50

5 identicon

afhverju spyr fólk alltaf "hvar er búsáhaldabyltingin núna?"

það er fólkið sem skapar hana. Og við þurfum að byrja hana sem fyrst og þetta skiptið alvöru byltingu ef ekkert verður gert! við höfum ekki 4 mánuði til að standa á austurvelli aftur! það er líka löngu kominn tími til að stoppa þessa olíu konunga með öflugum aðgerðum. Það lítur út fyrir að hinn almenni borgari sé það eina sem hefur orkuna til að fá einhverju framgengt.

til að byrja með þá væri hægt að sniðganga öll olíufyrirtæki nema eitt og neyða þau þannig í samkeppni! eða bara öll í einhverja daga eða eftir bestu getu. hver einasti dagur skiptir þá máli með verðið í þessum hæðum

spurning (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband