25.6.2009 | 15:56
Nefndin skoðar sjálfa sig
Látum þessa niðurstöðu liggja milli hluta.
En er það hlutverk nefndarmanna að meta hvort aðrir í nefndinni séu hæfir? Ætti það ekki að vera í höndum þeirra sem skipuðu nefndina?
Og úr því verið er að fjalla um þessa nefnd, þá væri forvitnilegt að fá fréttir um hvað líður vinnu hennar. Var þetta nefndin sem taka átti saman "hvítbók" um aðdraganda og framvindu atburða í bankahruninu?
Sigríður ekki vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Búnir að yfirheyra 26 manns heyrði ég. Það þættu léleg afköst á LSH.
Finnur Bárðarson, 25.6.2009 kl. 16:09
Ég er sammála því að þeir sem fá yfir sig vanhæfiskvörtun eigi ekki að meta það sjálfir hvort þeir séu hæfir. Kvörtun Jónasar hefði hinsvegar ekki átt að fá brautargengi því öllum mátti vera ljóst að það að ræða hluti almenns eðlis er ekki dæmandi á neinn hátt.
Nú þegar Jónas Fr. Jónsson hefur tapað þessari lotu, þarf hann að skreppa til Hollands og kvarta við viðeigandi yfirvöld um að fjármálaráðherra þeirra sé líka orðin "vanhæfur", því hann hefur nú beint tjáð sig um vanhæfi FME og ábyrgð þess á IceSave klúðrinu. Jónas getur náttúrulega ekki unað því að doði hans í starfi hafi á einhvern hátt þátt í því að IceSave svikamyllan fékk að þrífast í skjóli hans.
Sjá frétt um málið á visi.is: http://visir.is/article/20090624/FRETTIR01/949480241/-1
DanTh, 25.6.2009 kl. 16:29
Af hverju í ósköpunum er aldrei hægt að skipa fólk í embætti, án þess að það sé eða verði strax vanhæft til að starfa. Kjánagangur konunnar að vera að bulla um niðurstöður nefndarinnar í einhver skólablöð, í stað þess að halda kjafti meðan hún sinnir þessum viðkvæmu og mikilvægu störfum. Auðvitað á hún að hafa dómgreind til þess sjálf að hætta störfum. Það er ömurlegt að fólkið sem nú er að rannsaka spillinguna og vanhæfið sem var, sé strax orðið jafn illa statt og meintir sökudólgar voru. Íslendingum er líklega ekki viðbjargandi.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:31
Það ætti einmitt alls ekki að vera í höndum þeirra sem skipa hana, hún yrði lítið sjálfstæð ef svo væri.
Sama gildir um dómara. Manni finnst þetta ósjálfrátt bjóða upp á spillingu en það verður að hafa í huga að það býður upp á hálfu meiri spillingu ef öðrum er veitt það vald.
Páll Jónsson, 25.6.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.