Ekkert mál

Er þetta ekki einfaldlega samkomulag milli Straums og kröfuhafanna?  Ég hef ekki fylgst með afdrifum Straums, en geri ráð fyrir að ekki ein einasta króna af skattfé fari í þetta einkafyrirtæki eða afskriftir til þess úr sameiginlegum sjóðum almennings.

Ef svo er, þá geta kröfuhafar samið við starfsmenn Straums um hvað sem er, sín á milli.  Svo lengi sem þeir peningar koma ekki úr mínum vasa.


mbl.is Stjórnendur vilja milljarða í bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Því miður er þetta eitthvað svipað viðhorf og var uppi með hina bankana áður en þeir hrundu, þetta voru einkafyrirtæki sem skiptu okkur ekki máli, annað kom á daginn svo ég skil vel að fólki flökri við þessar fréttir enda 90% líkur til þess að þetta lendi á okkur almenningi þessa lands eins og svo mikið af öðrum skuldum þeirra sem áttu og ráku þennan banka.

Sigurður Ingi Kjartansson, 18.8.2009 kl. 17:56

2 identicon

Er ekki íslenska ríkið meðal kröfuhafa ? Ef ekki hefur þetta gjaldþrot ekki skaðað íslenskt samfélag og kostað okkur á ýmsan hátt? Væri ekki skynsamlegra að nota þá peninga sem kröfuhafar geta séð af í að rétta við skútuna heldur en að halda áfram ruglinu og verðlauna þá sem komu bankanum á hausinn ??? Og það engin smá verðlaun!?

Orri (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 18:04

3 identicon

Eru lífeyrissjóðirnir ekki almannafé? Bíddu, hverju missti ég eiginlega af? Hélt að þeir væru stærstu kröfuhafarnir. Finnst þetta lykta af gíslatöku, við skulum bjarga einhverju, en það skal sko kosta ykkur!

sr (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband