30.10.2009 | 11:05
Ranglát tekjuskattsaukning þessa árs lofar ekki góðu
Ríkisstjórnin hækkaði tekjuskatt nú þegar, sl. sumar, og sú aðferð lofar ekki góðu.
Hjón A, sem bæði hafa ágætar tekjur, 650 þús. kr. á mánuði hvort, hafa samtals 1,3 Mkr. mánaðarlaun og greiða ekki sérstakan "hátekjuskatt".
Hjón B, þar sem annar aðilinn hefur 750 þús. kr. á mánuði en hinn er atvinnulaus, hafa samtals 750 þús. kr. og greiða hátekjuskattinn.
Ef þetta verður áfram viðtekin aðferð, leggjast auknar skattbyrðar með ranglátum hætti á heimili landsins.
Og þar á ofan kýs ríkisstjórnin frekar að skattleggja heimilin og fyrirtækin en að nýta óinnheimtan skatt af iðgjöldum lífeyrissjóðanna.
Skoða hærra tryggingagjald og þrep í tekjuskatti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.