Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Getur það verið?

Og við, sem ætlum núna að taka á okkur stórhækkaða skatta til að slá á þensluna?
Og við, sem erum að friðmælast við "alþjóðasamfélagið" með því að borga Icesave?
Og við, sem erum búin að sækja um aðild að ESB?
Og við, sem búum núna við ábyrga, norræna velferðarstjórn?

Getur það verið að þetta sé allt að hrynja hjá okkur eina ferðina enn??


mbl.is Vaxandi verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

55,1% skattþrep

Það er greinilega ekki ætlunin að fara með skatta upp í 47,1%, heldur 55,1% þegar laun fjölskyldna eru komin upp í 700 þús. kr. á mánuði.

Ennþá vekur athygli að fjölskyldur þar sem bæði hjón hafa tekjur upp á samtals 600 þús. kr. munu lækka í sköttum, en ef aðeins annað hefur tekjur og hitt er tekjulaust - samtals 400 þús. kr. - hækka skattarnir.

Lítið réttlæti eða jöfnuður þar.


mbl.is Mikil hækkun skatta í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skökk skattlagning

Skoðum nú dæmi... 

Hjón, sem hvort um sig hafa 350 þús. kr. í laun - eða samtals 700 þús. kr. - munu eftir þetta greiða lægri skatt en nú er.

En hjón, þar sem annað hefur engar tekjur (t.d. atvinnulaus) en hitt hefur 400 þús. kr. - sem eru þá heilarlaun fjölskyldunnar - mun greiða hærri skatt eftir þessa breytingu.

Ef þið trúið því ekki, þá er það einmitt þannig sem núverandi 45% skattur virkar. Í boði hinnar norrænu skjaldborgarstjórnar VG og Samfó.


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta frétt??

Þetta er daglegt brauð í Leifsstöð, þar sem iðnum tollvörðum er uppálagt að gramsa í farangri fólks og ganga úr skugga um að enginn einn hlutur hafi meira verðmæti en 32.500 kr. og heildarverðmæti farangursins sé ekki yfir 65.000 kr.

Jú, og svo má matarkyns farangur víst ekki vera yfir 18.500 kr. eða 3 kg að þyngd.

Þetta er allt hin þjóðhagsælasta iðja og í góðum anda hins norræna veferðarríkis.  Greinilega ekkert öðruvísi í Svíþjóð en hér heima.  Og heldur ekki nein frétt.


mbl.is Dýr myndi hesturinn allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ranglát tekjuskattsaukning þessa árs lofar ekki góðu

Ríkisstjórnin hækkaði tekjuskatt nú þegar, sl. sumar, og sú aðferð lofar ekki góðu.

Hjón A, sem bæði hafa ágætar tekjur, 650 þús. kr. á mánuði hvort, hafa samtals 1,3 Mkr. mánaðarlaun og greiða ekki sérstakan "hátekjuskatt".

Hjón B, þar sem annar aðilinn hefur 750 þús. kr. á mánuði en hinn er atvinnulaus, hafa samtals 750 þús. kr. og greiða hátekjuskattinn.

Ef þetta verður áfram viðtekin aðferð, leggjast auknar skattbyrðar með ranglátum hætti á heimili landsins.

Og þar á ofan kýs ríkisstjórnin frekar að skattleggja heimilin og fyrirtækin en að nýta óinnheimtan skatt af iðgjöldum lífeyrissjóðanna.


mbl.is Skoða hærra tryggingagjald og þrep í tekjuskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Bjarna!

Það er rétt og flott hjá Bjarna að nota einmitt þennan sameiginlega vettvang Norðurlandanna til að koma þessu sjónarmiði á framfæri.  Núverandi og fyrri stjórnvöld áttu auðvitað að vera búin að kynna málstað okkar meðal annarra ríkisstjórna með miklu öflugri hætti en gert var, en því verður ekki breytt úr þessu - því miður.

Að hvaða marki við sinnum þróunaraðstoð eða stuðningi við önnur Norðurlönd í kreppum er þessu allsendis óskylt.  Stóra málið hér er ekki að Bjarni sé að biðla eftir fjárhagsstuðningi eða tilteknum upphæðum.  Það sem Bjarni er að benda á er að Norðurlönd skuli í prinsippinu hafa valið að standa með Bretum og Hollendingum gegn Íslendingum þegar kom að því að leysa Icesave deiluna og skoða hvort henni ætti að skjóta fyrir dóm.

Einhverjir bloggarar eru hér af gömlum vana að kasta skít í Bjarna, Sjálfstæðiflokkinn og gera lítið úr þeim málstað okkar að við viljum einfaldlega að lögmætir dómstólar úrskurði í deiluefnum, eins og tíðkast í siðuðum samfélögum.  Ósköp á þetta fólk orðið bágt.


mbl.is Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta Metro??

McDonald's þekkja allir - en hvað er þetta Metro?  Er þetta önnur erlend skyndibitakeðja eða einhver íslensk uppfinning?  Ef svo er, væri þá ekki rétt að fara alla leið og nota íslenskt nafn?

En burtséð frá áliti fólks á gæðum McDonald's máltíða, hamborgara eða salatréttanna (sem mér þóttu reyndar frábærir), þá er þetta fyrsta skrefið í vegferð aftur til fortíðar.  Bergvatn og slátur er trúlega það sem koma skal, vaðmál í stað VISA, o.s.frv.


mbl.is McDonald's hættir - Metro tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flausturslegt

Of lítið, of seint, of illa undirbúið.

Upplýsingar um áhrif á lán verða send lántökum 15. nóvember og þeir verða að hafa gert upp hug sinn 20. nóvember.  Ekki aðeins er tíminn skammur, heldur er óvíst hvort auknar skattaálögur muni liggja fyrir á þessum tíma.  Erfitt verður fyrir fólk að taka afstöðu til þessa úrræðis þegar það veit ekki hvaða skattaálögur verða settar á næsta ári.

Illskárra hefði verið að gefa kosti á að streða enn um sinn við óbreytta greiðslubyrði og kjósa svo að hoppa inn í nýja kerfið ef skattarnir verða fólki um megn eftir áramót.

Annars er óvíst að þessi u.þ.b. 17% létting greiðslubyrði dugi til að hjálpa stórum hluta heimila svo nokkru nemi.


mbl.is Lenging greiðslujöfnunar að jafnaði 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki aðeins þeir óhóflega skuldsettu!

Í frumvarpinu er sagt:

 "Hugsanlega sé hægt að segja að allir þessir aðilar hefðu átt að fara varlegar í skuldsetningu, notkun erlends lánsfjár og fjárfestingum. Líta verði hins vegar til þess að þessar ákvarðanir voru teknar við aðrar efnahagsaðstæður og aðrar væntingar en nú eru og ávallt sé auðvelt að vera vitur eftir á."

Þetta er ekki spurning um að "allir þessir aðilar" hafi hugsanlega farið óvarlega.  Fjöldi fólks hefur engin lán tekið á undanförnum árum, heldur einfaldlega verið með eldri lán af húsnæði sínu.  Í hruninu gerist svo þrennt:  Þessi "gömlu varkáru" lán rjúka upp eins og önnur með óðaverðbólgunni, almennt verðlag og kostnaður við lífsnauðsynjar hækkar, og á móti standa laun í stað, dragast saman eða jafnvel hverfa.

Fólk í þessari stöðu er að lenda í klemmu, og hafði þó engan veginn tekið þátt í dansinum í aðdraganda hrunsins.  Þessar ávítur félagsmálaráðherra, undir rós, eiga því ekki við nærri því alla.


mbl.is Frumvarp um skuldir lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kandídat á Bessastaði!

Væri það ekki rakið?  Vandaður maður og vel kvæntur!


mbl.is Lýsir yfir verklokum og lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband