Nei, fólksflótti er ekki hreinn óvissuþáttur

"Steingrímur segir þó að ekki sé verið að spá fólksflótta vegna Icesave, það sé bara einn af mörgum óvissuþáttum næstu ára, eins og fiskverð, orkuverð og aðgengi að alþjóðlegum lánamörkuðum."

Þetta er misvísandi samanburður.  Fólksflótti er ekki óvissuþáttur af sama tagi og fiskverð, orkuverð eða aðgengi að lánamörkuðum, þ.e. atriði sem við ráðum lítt við.  Fólksflótti er nokkuð sem við getum haft áhrif á og stýrt.

Núverandi stjórnvöld eru nú þegar byrjuð að leggja grunn að fólksflótta með margvíslegum aðgerðum sínum (hækkunum skatta og gjalda, auk áhrifa þeirra á verðbólgu og verðtryggð lán).  Og líka með aðgerðaleysi sínu (hvar er nú aftur skjaldborgin um heimilin?).


mbl.is Staðfestir heildarmyndina um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband