Hrópandi þögn um skjaldborgina

Það var þá að mótmælendur landsins fundu sig og hrópa sig nú hása yfir leigu kanadísks fyrirtækis til að nýta jarðvarma sem er og verður áfram í eigu Íslendinga.  Atvinnu og fjármagni á krepputímum.

En þögnin um skjaldborg fjölskyldnanna í landinu er háværari.  Hún sker í eyru barnanna og heldur vöku fyrir foreldrum.

Verður nú fjölmennt frá ráðhúsi borgarinnar niður í ráðhús forsætisráðherra?  Eða verður pakkað saman og farið heim áður en kemur að kvöldfréttum?


mbl.is Hróp gerð að borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nú safna Samfylkingarmenn og Vinstri grænir liði til að mótmæla breytingu á Ingólfstorgi og sölu hlut OR í HS Orku, þeir láta illa og hafa hátt, en ekkert heyrðist í þeim þegar óbærilegar álögur voru lagðar á þjóðina til langrar framtíðar, eða þegar ákveðið var að veita Össuri heimild til að leggja framtíð þjóðarinnar í hendur útlendinga. 

Nei, nú þarf að beina sjónum manna frá getu- og viljaleysi ríkisstjórnarinnar til að koma heimilunum og fyrirtækjum til hjálpar, þá er gott að geta látið í sér heyra og gera allt vitlaust á öðrum vígstöðum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.9.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband