Ekki lengur beinar útsendingar??

Hér áður fyrr (segjum t.d. þegar fyrri ríkisstjórn var við völd) hafði RÚV mikið við og útvarpaði eða sjónvarpaði borgarafundum úr Iðnó og Háskólabíói.  Eitthvað hefur nú dregið úr þessu undanfarið, t.d. rekur mig ekki minni til að heitum borgarafundi í Iðnó í sumar um Icesave-málið hafi verið útvarpað eða sjónvarpað í beinni, né þessum fundi núna.

Hefur Ríksútvarpið einhverja skýra stefnu í þessum málum, svo alls jafnræðis sé nú gætt?


mbl.is Troðfullur salur í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Þar sem ég þekki til mála, hafandi tekið þátt í undirbúningi og vinnu við Opna borgarafundi síðastliðin vetur(og IceSave-fundinn í sumar), þá ætti ég vonandi getað varpað smá ljósi á þetta fyrir þig. Þessi skipti sem var útvarpað var vegna þess að Rás 1 ákvað að taka þá upp að frumkvæði Ævars Rafns Jóspessonar(minnir mig að hann heiti), til að eiga sem heimild. Sjónvarpssendingar RÚV og upptökur var yfirleitt vegna þess að áhrofendur hringdu og kröfðust þess að reynt yrði að sýna frá þessum fundum, við tókum þá ákvörðun snemma að vera ekki að leitast sérstaklega eftir því enda virtist vera mismikill áhugi á því þar.

AK-72, 17.9.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband