Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.6.2009 | 18:11
Ekki réttur mælikvarði á greiðsluerfiðleika
Prósentur eru ekki réttur mælikvarði á greiðslubyrði, heldur fjöldi króna.
Fjögurra manna fjölskylda með 600 þús. kr. í ráðstöfunartekjur og greiðir 50% í lánagreiðslur á 300 þús. kr. afgangs í mat og aðrar nauðsynjar.
Fjögurra manna fjölskylda með 400 þús. kr. í ráðstöfunartekjur og greiðir 40% í lánagreiðslur á 240 þús. kr. afgangs í mat og aðrar nauðsynjar.
Samkvæmt mati Seðlabankans er fjölskyldan með 240 þús. krónurnar BETUR sett en fjölskyldan með 300 þús. krónurnar. Útreikninga af þessu tagi notar ríkisstjórnin til að lina þjáningar heimilanna í landinu.
Greiðslubyrði 77% viðráðanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2009 | 18:19
Og þetta er aðeins byrjunin...
Ríkisstjórnin ætlar að hækka álögur á "munaðarvöru" eins og áfengi, tóbak - og eldsneyti - núna í kvöld. Bensínlítrinn hækkar um 10 krónur og verður þannig kominn upp í um 180 kr. í fyrramálið.
Þetta mun vera liður í skjaldborgaráætluninni um heimili og fyrirtæki landsins. Með kærum kveðjum til fjölskyldnanna sem aka börnunum í leikskólana á morgnana, aka til vinnu við að afla samfélaginu tekna og hjóla atvinnulífsins sem beint eða óbeint snúast fyrir eldsneyti.
Eldsneyti hækkar í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Taki þeir skjaldborgarvíkingar til sín sem eiga.
Ættu frekar að fæða fólk sem lifir við hungurmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 12:53
Fyrst dulkóðaherbergið, núna þetta
Það er auðvitað hlægilegra en tárum taki að fylgjast með vinnubrögðum þeirra sem búsáhaldabyltingin kom til valda.
Fyrst kynnti Steingrímur fjármálaráðherra til sögunnar skýrslu sem læst væri með dulkóða inni í leyniherbergi. Núna er verið að undirbúa inngöngu íslenzka lýðveldisins í ríkjasamband Evrópu til komandi áratuga eða alda, en ekki má sýna hvernig tillaga um slíkt sé orðuð á þessu stigi.
Var ekki krafa kjósenda xS og xV að vinna hlutina fyrir opnum tjöldum? Hugtakið "samræðupólitík" var þar í fyrirrúmi - allt þar til völdin færðust í þeirra eigin hendur.
Af fréttum að dæma er Borgarahreyfingin bara sátt við þessi vinnubrögð, enda fékk hún í gegn það mikilvæga baráttumál sitt að þingmenn mættu skilja hálstauið eftir heima. Framsóknarflokkurinn eyðir tíma sínum um að halda gamla góða þingflokksherberginu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið ríkisstjórninni góðan vinnufrið allt frá því hún var kosin. En það er von að Bjarni Ben spyrji núna hverju þessi vinnubrögð sæti.
Ekki hvíli leynd yfir samkomulagi stjórnarflokka um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 12:20
Tækifæri í atvinnusköpun?
Ríkið kemst ekki yfir að anna þeim fjölda sem bíður eftir ráðgjöf.
Fjöldi fólks úr fjármálageiranum er án atvinnu.
Töfraorðið á allra vörum um þessar mundir er nýsköpun.
Væri ekki tilvalið að ríkisstjórnin legði niður Ráðgjafarstofu í núverandi mynd, styddi við stofnun ráðgjafarfyrirtækja og útvistaði verkefninu til þeirra. Fé sem fer til núverandi ráðgjafarstofu, ásamt atvinnuleysisbótum, mætti nýta til að koma þessum fyrirtækjum á koppinn, hugsanlega mætti greiða tímabundið með viðskiptavinum þeirra, en svo yrðu þau að hasla sér völl sjálf með nýjum verkefnum ef þau ætluðu að halda áfram þegar mesta eymdin er gengin yfir.
Starfsemi Ráðgjafarstofu efld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 01:26
Ekki xS sem er stór, heldur xD sem er minni
Þótt Samfylking hafi núna bætt við sig 2 þingmönnum á öllu landinu, eða um 10% atkvæða, telst það í sjálfu sér enginn stórsigur. Og hún nær ekki einu sinni því fylgi sem hún hafði mest í þarsíðustu kosningum.
Samfylkingin hreykir sér jafnframt af að vera núna stærsti stjórmálaflokkur þjóðarinnar. En það er ekki vegna vaxandi fylgis, heldur einfaldlega vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn missti fylgi að þessu sinni og þar með varð Samfylkingin sjálfkrafa eftir sem stærsti flokkurinn.
Í bili.
Getum valið úr öðrum kostum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2009 | 02:01
Hvað segir eftirlit ÖSE?
Almennt er viðurkennt að fulltrúar framboða skuli eiga kost á að fylgjast með framkvæmd kosninga. Þá er spurning hvaða verkfæri þeir megi nota eða hvaða skorður megi setja þeim við þetta eftirlit, sbr. þennan úrskurð. Þetta hlýtur væntanlega að vera eitt þeirra atriða sem eftirlitsnefnd kosninga á vegum ÖSE fær á sitt borð til þess að meta?
Fartölvur og spjaldskrár bannaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 17:31
Þökk hafi Egill Helgason, ekki ríkisstjórnin
Það er athyglisvert, ef rétt er, að Eva þessi Joly skuli upprunalega hafa verið fengin hingað til lands fyrir tilstilli Egils Helgasonar silfurstjórnanda og félaga hans, sem hafi svo sett hana í samband við ráðamenn hér.
Hefði það ekki legið nær ríkisstjórn eða eftirlitsaðilum hennar að eiga frumkvæði að því að kalla til erlenda sérfræðinga, eins og reyndar er búið að kalla eftir um langan tíma?
Eva Joly hreinsar út á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 00:35
Tvær rangfærslur í stuttri frétt
Eiríkur viðrar skoðanir sínar í þessari grein, þar sem hann segir: "But sometimes old divorced couples forget that they have gone their separate ways and end up in bed for a night of nostalgia. Perhaps that is how we should view the Stoltenberg report on closer co-operation on defence and security". Eiríkur segir þannig að e.t.v. megi líta svo á að Norðurlöndin séu eins og gömul, skilin hjón þegar litið er til umfjöllunar í Stoltenberg skýrslunnar. Blaðamaður Mbl. er því talsvert ónákvæmur í þýðingu sinni og útleggingu á textanum.
Þá er Eiríkur titlaður sem prófessor við Bifröst, en skv. vefsíðu skólans er hann a.m.k. enn skráður sem dósent.
Kannski Evrópuvélinni takist betur upp næst.
Norrænu ríkin skilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |