Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.8.2009 | 10:05
Bara leiðrétting eftir Kárahnjúka...
Í myndatexta fréttarinnar segir: "Landsmönnum hefur fækkað milli ára og má m.a. rekja það til þess að stóriðjufræmkvæmdum á Austurlandi lauk."
Þar gefur Mogginn okkur skýringuna"
Íbúum á Íslandi hefur fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2009 | 17:44
Ekkert mál
Er þetta ekki einfaldlega samkomulag milli Straums og kröfuhafanna? Ég hef ekki fylgst með afdrifum Straums, en geri ráð fyrir að ekki ein einasta króna af skattfé fari í þetta einkafyrirtæki eða afskriftir til þess úr sameiginlegum sjóðum almennings.
Ef svo er, þá geta kröfuhafar samið við starfsmenn Straums um hvað sem er, sín á milli. Svo lengi sem þeir peningar koma ekki úr mínum vasa.
Stjórnendur vilja milljarða í bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég læt hlut Davíðs í greininni að mestu liggja milli hluta. Talin eru upp þau áhugasvið og störf sem hann hefur sinnt, þ.m.t. á sviði leikhúss og ritstarfa, og klykkt út með að hann hafi ekki lagt fyrir sig hagfræði. Undir rós þykist Anne Sibert draga þannig fram vanhæfni hans til að starfa sem seðlabankastjóri. Okkur Íslendingum er flestum sammerkt að hafa víða komið við á vinnumarkaði, allt frá unglingsárum, og höfum líka frekar talið okkur til tekna að eiga okkur margbreytileg áhugamál. Engin ástæða er fyrir prófessorinn að gera lítið úr slíku.
Hins vegar skín yfirlæti víða út úr textanum og sums staðar er hann illskiljanlegur eða affærður. Tökum sem dæmi:
"...this column... warns that small states have... more incompetent civil servants."
Þar höfum við það, sú sem skrifar greinina varar við að smáríki hafi á að skipa fleiri óhæfum opinberum starfsmönnum en stærri ríki.
"Greenlands progression toward independent statehood is strikingly reminiscent of Icelands experience (especially its desire to maintain its own culture and protect its natural resources at the cost of isolation from the rest of the world and its wish to limit its economic relationship with Europe)."
Hmm... stendur Ísland vörð um menningu sína og auðlindir með því að halda uppi einangrun frá umheiminum og takmarka efnahagsleg tengsl við Evrópu? Höfum við ekki einmitt lagt okkur fram um tengsl við umheiminn, með greiðum samgöngum austur og vestur um haf, menntun fólks í öðrum löndum, samskiptum við önnur lönd, EES, o.s.frv.? Og fórum meira að segja fram úr okkur í "economic relationship with Europe", eins og nú er orðið!
" Easterly and Levine (1997) find a strong negative correlation between ethnic diversity and indicators of growth-promoting public goods".
Þetta er innlegg Ann Sibert til þess að smáþjóðir uppskeri ekki eins góðan efnahag og þær stærri. En hvað kemur "ethnic diversity" (margbreytileiki kynþátta eða menningarheima - "fjölmenning") þessari röksemdafærslu við? Þarna er staðhæft að aukin fjölmenning dragi úr jákvæðri efnahagsþróun. Eru smáþjóðir fjölmenningarþjóðir, fremur en þær stærri?
Þetta er aðeins upphaf fjölmargra atriða sem má hrekja eða gagnrýna alvarlega í grein Anne Sibert. Anne Sibert situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og stýrir þaðan vöxtum atvinnulífs og fjölskyldna á Íslandi.
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 14:32
Hefðum kannski betur farið að ráðum JP Morgan
Rifjum nú upp frá AMX í júní sl. http://www.amx.is/vidskipti/8064/ :
"Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ákvað að fylgja ekki ráðleggingum JP Morgan, þegar neyðarlögin voru sett í október vegna hruns íslensku bankanna. ... JP Morgan lagði til að stofnaður yrði nýr banki og engar eignir fluttar yfir aðrar en innistæður og eitt skuldabréf, sem væri forgagnskrafa í þrotabú gamla bankans. ...Ráðgjafar JP Morgan bentu á að tilfærsla eigna úr gömlu bönkunum í þá nýju skapaði allskyns tæknileg vandamál í nýju bönkunum"
Kannski hefðum við betur farið að ráðum manna sem hafa lengri og meiri reynslu af bankarekstri en ríkisstjórn xD og xS. Sú ráðgjöf kostaði sitt, en það var brot af því tapi sem við höfum orðið fyrir. Varð leið ríkisstjórnarinnar okkur farsælli?
Ráðgjöf kostaði milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2009 | 01:32
Nei, fólksflótti er ekki hreinn óvissuþáttur
"Steingrímur segir þó að ekki sé verið að spá fólksflótta vegna Icesave, það sé bara einn af mörgum óvissuþáttum næstu ára, eins og fiskverð, orkuverð og aðgengi að alþjóðlegum lánamörkuðum."
Þetta er misvísandi samanburður. Fólksflótti er ekki óvissuþáttur af sama tagi og fiskverð, orkuverð eða aðgengi að lánamörkuðum, þ.e. atriði sem við ráðum lítt við. Fólksflótti er nokkuð sem við getum haft áhrif á og stýrt.
Núverandi stjórnvöld eru nú þegar byrjuð að leggja grunn að fólksflótta með margvíslegum aðgerðum sínum (hækkunum skatta og gjalda, auk áhrifa þeirra á verðbólgu og verðtryggð lán). Og líka með aðgerðaleysi sínu (hvar er nú aftur skjaldborgin um heimilin?).
Staðfestir heildarmyndina um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 16:40
Óskaplegur hraði er þetta nú...
Maðurinn fékk "réttarstöðu grunaðs", málið var rannsakað, réttarhöld farin fram og lokið, dómur fallinn og réttvísinni fullnægt - allt á örfáum mánuðum, eða voru það vikur?
Þarna er gengið rösklega til verks!
Madoff í 150 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2009 | 15:56
Nefndin skoðar sjálfa sig
Látum þessa niðurstöðu liggja milli hluta.
En er það hlutverk nefndarmanna að meta hvort aðrir í nefndinni séu hæfir? Ætti það ekki að vera í höndum þeirra sem skipuðu nefndina?
Og úr því verið er að fjalla um þessa nefnd, þá væri forvitnilegt að fá fréttir um hvað líður vinnu hennar. Var þetta nefndin sem taka átti saman "hvítbók" um aðdraganda og framvindu atburða í bankahruninu?
Sigríður ekki vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 16:44
Ekki það sem AGS kallaði eftir
Enn sem komið er hrannast upp skattar og álögur á fjölskyldur og fyrirtæki. Aðgerðir til aðhalds hjá hinu opinbera eru hverfandi litlar í samanburði.
Hafði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki farið fram á aukið aðhald í ríkisrekstri? Ef við sjáum ekki meira af slíkum aðgerðum mun sjóðurinn halda að sér höndum og ekkert verður slakað á vaxtastiginu.
Þetta eru ekki þær aðgerðir sem AGS hafði kallað eftir og við munum öll líða fyrir það næstu mánuði.
16.6.2009 | 13:14
700 þús. á hjón eða einstakling?
Ætli þetta 700 þús. kr. viðmið sé á samskattaðar tekjur hjóna/sambúðarfólks/heimilis, eða á einstakling?
Ef þetta er hugsað á hvern einstakling lítur dæmið þannig út...
(a) Annað hjóna hefur 800 þús. kr. í laun en hitt hefur ekki vinnu - þau fara þá í hátekjuskattinn.
(b) Bæði hafa 700 þús. kr. í laun, samtals 1.400 þús. kr. - þau sleppa við hátekjuskattinn.
Er það svona sem ríkisstjórnin hefur hugsað sér þetta?
Skattahækkanir úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 22:48
Svört vinna og hamstraður séreignarsparnaður
Nú hugsa þeir sér til hreyfings sem lenda með séreignarsparnaðargreiðslurnar í hátekjuskattinum.
Ef fólk ætlaði að þrauka án þess að snerta við honum, þá er breytist dæmið við þetta. Engin ástæða að láta ríkið ná 80 þúsund kalli til viðbótar tekjuskattinum sem fyrir var.
Núna færist líka líf í svörtu atvinnustarfsemina - allir haldi sig undir 700 þúsund kallinum...
Rætt um 8% aukaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |